144. löggjafarþing — 71. fundur,  26. feb. 2015.

tilhögun þingfundar.

[11:07]
Horfa

Forseti (Einar K. Guðfinnsson):

Forseti vekur athygli á því að svo háttar til um 3. dagskrármálið sem ætlunin er að ræða hér á eftir, um nauðungarsölu, að of skammt er liðið frá útbýtingu þingskjalsins. Þess vegna þarf að leita afbrigða vegna þess og forseti áformar að hafa atkvæðagreiðslu um afbrigðin að lokinni þeirri sérstöku umræðu sem nú er brátt að hefjast, upp úr klukkan hálftólf.