144. löggjafarþing — 71. fundur,  26. feb. 2015.

innanlandsflug.

[11:36]
Horfa

Halldóra Mogensen (P):

Virðulegi forseti. Ég kem inn í þessa umræðu einungis til að varpa fram hugmynd eða spurningu um hvort það hafi einhvern tímann verið rætt hérna eða hugmyndir komið upp um að líta hreinlega í átt að hraðlestum frekar en flugumferð. Mikil óvissa ríkir núna í heiminum um eldsneyti og framtíð þess. Mér finnst kannski vera skortur á langtímahugsun, hvað við ætlum að gera í framtíðinni þegar olía er ekki lengur til. Þá þurfum við að líta til nýrrar tækni. Nú eru mjög spennandi hlutir að gerast í heiminum varðandi hraðlestir sem nýta sér segul- eða rafsegulsvið til að ferðast og geta farið mjög hratt. Ég vildi bara varpa fram þeirri hugmynd.