144. löggjafarþing — 71. fundur,  26. feb. 2015.

nauðungarsala.

573. mál
[12:04]
Horfa

innanríkisráðherra (Ólöf Nordal) (S) (andsvar):

Hæstv. forseti. Þetta mál fjallar ekki um þau dómsmál sem eru í landinu, þetta fjallar bara um þessi tilteknu mál. Löggjafarvaldið getur ekki að mínu viti farið inn í þá mikilvægu þætti sem fullnusturéttarfarið er á grundvelli hugsanlegra niðurstaðna sem við vitum ekki hverjar verða. Það verður að vera þannig að við þurfum að taka á því þegar við stöndum frammi fyrir því, þ.e. þegar það kemur í ljós þurfum við að taka á því. Við verðum að bíða eftir þeim niðurstöðum og sjá hvað í þeim felst. Það er ekki hægt fyrir fram að fara inn í þessa viðkvæmu löggjöf og gefa sér niðurstöðu sem við erum ekki með fyrirliggjandi.