144. löggjafarþing — 71. fundur,  26. feb. 2015.

framhald umræðu um raforkumál.

[13:17]
Horfa

Helgi Hjörvar (Sf):

Virðulegur forseti. Mér hefur skilist að formaður atvinnuveganefndar hafi hug á því að lýsa yfir einhverjum sjónarmiðum um það mál sem er á dagskránni. Ég vil fyrir mitt leyti undirstrika að það er svigrúm til þess fyrir þingmanninn að kveðja sér hljóðs um fundarstjórn forseta á þessum stað í umræðunni eða koma að sjónarmiðum í andsvörum. Ég geng út frá því að þingsköp og mælendaskrá gildi hér að öðru leyti um umræður um dagskrármálið í dag.