144. löggjafarþing — 71. fundur,  26. feb. 2015.

raforkulög.

305. mál
[13:44]
Horfa

Jón Gunnarsson (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég hef litlu við það að bæta sem ég hef áður sagt í þessu máli. Mér finnst eðlilegt að hér sé viðhöfð sú málsmeðferð sem gert er ráð fyrir í þingsköpum og við ljúkum 2. umr. um málið og svo komi málið til nefndar. Það er alsiða að gerðar séu einhverjar breytingar á málum milli 2. og 3. umr., í sumum tilfellum jafnvel mjög veigamiklar ef svo ber undir, þannig að ég hef í sjálfu sér ekki öðru við þetta að bæta.