144. löggjafarþing — 71. fundur,  26. feb. 2015.

kvöldfundur.

[14:45]
Horfa

Helgi Hjörvar (Sf):

Virðulegur forseti. Ef það er raunverulega ætlun forseta Alþingis að efna til kvöldfundar á Alþingi í febrúarmánuði á miðju kjörtímabili getur það ekki bent til annars en að stjórnarmeirihlutinn hafi algerlega misst tökin á stjórn þingsins og starfsáætlun. Það er kannski ekki nema von eftir þann atgang sem hefur verið í samskiptum á milli nefnda en það væri skömminni skárra að leitast við að setja niður þær deilur sem eru á milli nefnda þingsins en að halda hér kvöld- og næturfundi.

Ég vil af þessu tilefni spyrja hæstv. forseta hvenær atkvæðagreiðsla um kvöldfund sé áætluð af hans hálfu því að það er að minnsta kosti ljóst að hann verður að leita eftir tilstyrk meiri hluta þingsins til að ná fram þeirri áætlun sinni.