144. löggjafarþing — 71. fundur,  26. feb. 2015.

kvöldfundur.

[14:52]
Horfa

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (Sf):

Hæstv. forseti. Ég verð að játa að ég hef orðið fyrir miklum vonbrigðum með að forseti ætli að fara hér í atkvæðagreiðslu um lengd þingfundar og geti ekki tekið af skarið varðandi meðferðina á þessu máli. Við í minni hlutanum óskum eftir svörum, en meiri hluti umhverfisnefndar undirritar álit, þar sem lagt er til að gerðar verði töluverðar breytingar á frumvarpinu því að það gangi í þveröfuga átt við þá þróun sem hefur verið undanfarin ár sem er aukið samráð í stað einhliða ákvörðunarvalds ríkisins.

Ég kalla eftir því að forseti sé hér forseti okkar allra en ekki einvörðungu meiri hluta (Forseti hringir.) atvinnuveganefndar. Hún er í minni hluta hér.