144. löggjafarþing — 71. fundur,  26. feb. 2015.

kvöldfundur.

[15:01]
Horfa

Þorsteinn Sæmundsson (F):

Hæstv. forseti. Ég lýsi ánægju minni yfir því að forseti skuli boða til kvöldfundar um þetta mál því að það er mjög nauðsynlegt að fólk geti tjáð sig og rætt þetta mál í þaula eins og vilji virðist vera til. Mér finnst mjög eðlilegt að gripið sé til þess að lengja fundartíma til að greiða fyrir umræðum um málið og held að það sé bara mjög gott að allir komi sjónarmiðum sínum fram. Þetta mál mun að endingu við lok þessarar umræðu ganga til 3. umr. og hugsanlega til nefndar á milli umræðna þannig að mér þykir bara hið besta mál að forseti skuli boða kvöldfund af þessu tilefni.

Mörg önnur brýn mál bíða og í mínum huga er alveg ljóst að þingdagar fram undan verða býsna langir. Við tökum því og vinnum mál eins og við getum og best lætur.