144. löggjafarþing — 71. fundur,  26. feb. 2015.

kvöldfundur.

[15:07]
Horfa

Oddný G. Harðardóttir (Sf):

Virðulegi forseti. Ég er komin hingað upp til að taka undir orð hv. þm. Steingríms J. Sigfússonar, ég held að það hafi verið afar skynsamlegt sem hann lagði til, að málið yrði alla vega tekið út af dagskrá í bili og menn færu yfir hvernig væri hægt að finna sátt í málinu.

Það getur verið að hv. stjórnarþingmönnum í hv. atvinnuveganefnd þyki mikilvægt að aðeins þeirra skoðun nái fram að ganga en þeir eru ekki einir hér og hæstv. forseti ætti að hafa áhyggjur af virðingu þingsins þegar svona er komið, meiri hlutar nefnda deila, mál er vanbúið og meira að segja vangaveltur um að hér sé verið að brjóta þingsköp. Ég hvet virðulegan forseta til að fara að tillögu hv. þingmanns.