144. löggjafarþing — 71. fundur,  26. feb. 2015.

kvöldfundur.

[15:08]
Horfa

Valgerður Bjarnadóttir (Sf):

Virðulegi forseti. Ég vil taka undir þá hugmynd sem tveir síðustu ræðumenn hafa talað um að málinu verði frestað, önnur mál tekin á dagskrá. Svo velti ég því fyrir mér, fyrst það gekk ekki hjá hæstv. forseta að koma málinu eitthvað áfram á fundi með formönnum þingflokka: Hefur forseti reynt að tala við formann atvinnuveganefndar um hvort hann sé kannski tilbúinn til að leggja sitt af mörkum til að þessi hnútur leysist? Mér heyrist á öllum að hægt sé að finna leið út úr þessu og það sé óþarfi að standa í því stappi sem við stöndum í núna.