144. löggjafarþing — 71. fundur,  26. feb. 2015.

lengd þingfundar.

[16:31]
Horfa

Birgitta Jónsdóttir (P) (um fundarstjórn):

Forseti. Það er einmitt mikilvægt að halda því til haga að sáttarhönd hefur ítrekað verið rétt út. Mér finnst mjög sorglegt akkúrat það sem hv. þm. Oddný G. Harðardóttir benti á, að sá árangur sem við höfum náð á þinginu með að reyna að hafa átökin sem minnst hefur ítrekað rofnað út af formönnum, ekki bara einum heldur tveimur formönnum í nefndum. Mér finnst það mjög bagalegt og til vansa fyrir þingið. Ég vonast til þess að þetta setji ekki tóninn fyrir næstu tvö ár á Alþingi. Við erum komin á þannig vegferð að það verður á einhverjum punkti mjög erfitt að snúa við. Þess vegna skora ég á virðulegan forseta að höggva á þennan hnút áður en það verður of seint.