144. löggjafarþing — 71. fundur,  26. feb. 2015.

raforkulög.

305. mál
[17:36]
Horfa

Oddný G. Harðardóttir (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Nei, ég held að það bara geti alls ekki verið. Og mér finnst Landvernd fara ágætlega yfir það í umsögn sinni af hverju frumvarpið óbreytt getur ekki staðist Árósasamninginn og það sem við höfum undirgengist með þeim samningi. Þessi kerfisáætlun og allt þetta frumvarp, sem á að vera til þess að setja niður deilur, mun aðeins valda deilum ef það á að valta svona yfir sveitarfélögin og leyfa þinginu ekki að fjalla um áætlunina.

Við ræðum hér samgönguáætlun og við ræðum alls konar áætlanir og þær taka breytingum o.s.frv. En þarna er eitthvað annað á ferðinni. Og já, virðulegi forseti, ég get tekið undir það að þarna virðist gamaldags hugsunarháttur vera að baki og að ekki sé tekið tillit til nýrra samþykkta sem við höfum undirgengist.