144. löggjafarþing — 71. fundur,  26. feb. 2015.

raforkulög.

305. mál
[18:08]
Horfa

Frsm. minni hluta atvinnuvn. (Lilja Rafney Magnúsdóttir) (Vg) (um fundarstjórn):

Herra forseti. Hv. þingmenn stjórnarmeirihlutans höfðu uppi stór orð áðan um viðveru þingmanna hér á þingfundi. En nú hefur verið upplýst að mjög fáir þingmenn stjórnarmeirihlutans eru hér staddir og hv. formaður atvinnuveganefndar er ekki sjáanlegur, sem ætti auðvitað að sitja hér og hlusta á málefnalega gagnrýni á málið. Það má vera að hann sé einhvers staðar undir feldi en hann er þá ekki undir feldi með þeim aðilum sem ættu að vera með honum undir þeim feldi til að reyna að leysa málið.

Við skulum vona það besta, að það komi hvítur reykur einhvers staðar upp og stjórnarandstaðan verði kölluð á fund, hvort sem það er undir feldi eða einhvers staðar annars staðar.