144. löggjafarþing — 71. fundur,  26. feb. 2015.

raforkulög.

305. mál
[18:49]
Horfa

Frsm. minni hluta atvinnuvn. (Lilja Rafney Magnúsdóttir) (Vg) (um fundarstjórn):

Herra forseti. Nú hefur hæstv. innanríkisráðherra hlýtt á ýmsa gagnrýni, sérstaklega frá Skipulagsstofnun og Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Væri þá ekki rétt að hún mundi ræða þessi mál við hv. formann atvinnuveganefndar, Jón Gunnarsson, og reyna að, ég segi ekki koma vitinu fyrir hann, en ná til hans? Við í stjórnarandstöðunni höfum reynt að gera það með málefnalegum hætti en það hefur ekki tekist enn.

Ég segi líka að ég sakna þess að framsögumaðurinn í málinu, hv. þm. Þorsteinn Sæmundsson, sjáist ekki í þingsalnum og hefur ekki sést hér seinni hluta dagsins. Mig er farið að gruna að menn séu einhvers staðar á einhverjum stað að reyna að finna lendingu í þessu máli en ég er hrædd um að sú lending verði brotlending ef stjórnarandstaðan kemur ekkert að því.