144. löggjafarþing — 71. fundur,  26. feb. 2015.

raforkulög.

305. mál
[18:53]
Horfa

Birgitta Jónsdóttir (P) (um fundarstjórn):

Forseti. Ég rakst á þingmenn stjórnarmeirihlutans á ganginum og spurði af hverju þeir væru ekki að taka þátt í umræðunum, ég sá að þeir voru að fara inn í matsal. Þá virðist sá misskilningur vera uppi hjá stjórnarliðum að við viljum svo mikið vera að tala um þetta mál. Það er bara ekki þannig. Það var að eindreginni ósk varaþingflokksformanns Framsóknarflokksins sem þessi fundur var settur á hér. Það var í algerri andstöðu við þingflokksformenn minni hlutans. Við viljum fá hlé á þessari umræðu til að hægt sé að finna á henni farsæla lausn utan þingsalar þannig að hægt sé að laga ambögur í frumvarpinu sem er ekki þingtækt. Fyrst þingmenn stjórnarmeirihlutans hafa misskilið þetta mál svona hrapallega og þeir kusu að hafa fund núna þá er kannski tilefni til að gera bara alfarið hlé á fundinum.