144. löggjafarþing — 71. fundur,  26. feb. 2015.

raforkulög.

305. mál
[18:55]
Horfa

Steinunn Þóra Árnadóttir (Vg) (um fundarstjórn):

Hæstv. forseti. Ég vil líkt og aðrir fagna því að von sé á hæstv. umhverfisráðherra hingað í umræðuna. Ég vona bara að hún komi hingað sem allra fyrst. Ég vil jafnframt taka undir með þeim sem hafa lýst eftir, ef svo má segja, hv. framsögumanni málsins, Þorsteini Sæmundssyni, sem og hv. formanni atvinnuveganefndar, Jóni Gunnarssyni. Úr því að ekki er hægt að verða við þeirri kröfu að taka málið nú þegar til baka til nefndar til að vinna það áfram um leið og því hefur verið lýst yfir að mikilvægt sé að vanda til málsins og það sé aðkallandi þá hlýtur það að vera lágmarkskrafa að hv. þingmenn séu viðstaddir og taki þátt í umræðunni. Ef þeir geta það ekki að þeir taki þá málið aftur til baka og klári að vinna það í nefnd.