144. löggjafarþing — 71. fundur,  26. feb. 2015.

raforkulög.

305. mál
[20:47]
Horfa

Valgerður Bjarnadóttir (Sf) (um fundarstjórn):

Herra forseti. Ég fagna því að sáttaumleitanir eru á leiðinni. Það hefur eiginlega verið ljóst, finnst mér, allan tímann að það væri kannski spurning um að menn drægju andann djúpt, horfðust í augu og kæmust að einhverri niðurstöðu, og mjög ánægjulegt er að eitthvað sé í gangi með það og ég vona að það gangi vel. En ég vil þá á sama hátt segja að það er svolítið mikið leikrit ef við eigum að halda áfram að ræða frumvarpið eins og það er núna þegar allir vita að það er að taka einhverjum breytingum. Það er eiginlega bara gamanleikur en ekki alvöruleikur.