144. löggjafarþing — 71. fundur,  26. feb. 2015.

raforkulög.

305. mál
[20:50]
Horfa

Árni Páll Árnason (Sf) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Ég vildi nú bara taka af allan vafa við hæstv. forseta um að ætlun mín er ekki að tefja tímann fram til kl. 9 heldur ætlaði ég fyrst og fremst að taka undir hvatningu hv. þm. Helga Hjörvars í garð hv. þm. Birgis Ármannssonar sem hér er í hliðarsal, að hann kæmi hingað til að hjálpa okkur og glöggva okkur á umræðunni um eðli þess fyrirvara sem hann gerði við annars mjög gott nefndarálit meiri hluta umhverfis- og samgöngunefndar sem ég er fyllilega sammála að flestu ef ekki öllu leyti.

Ég tek undir með hv. þm. Katrínu Jakobsdóttur hér áðan um að það er auðvitað bót að Birgi Ármannssyni í ræðustól hvenær sem er, og ekki bara það, það er prýði og sómi að honum í ræðustól þannig að ég hvet hann eindregið til að koma og hjálpa okkur að glöggva okkur á umræðunni svo hún geti haldið áfram efnislega eins og forseti hefur óskað eftir.