144. löggjafarþing — 74. fundur,  27. feb. 2015.

jöfn staða og jafn réttur kvenna og karla.

562. mál
[15:16]
Horfa

Vilhjálmur Bjarnason (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Í einni af skáldsögum Halldórs Laxness er fjallað um rakarafrumvarpið. Þetta frumvarp minnir mig að nokkru leyti á það, þar urðu deilur um rakstur og opnunartíma, en ég velti upp sömu spurningum. Hér er verið að ræða um verðlagningu á vöru og þjónustu og það er því miður staðreynd að ýmsar breytistærðir eru misjafnar milli karla og kvenna þannig að um eiginlega mismunun á grundvelli kyns er ekki að ræða. Hér er um að ræða vöru og þjónustu. Félagi minn, hv. þm. Guðlaugur Þór, hefur fjallað ítarlega um vátryggingar og rakara. Ég spyr því ráðherra: Af hverju er þetta frumvarp ekki sent til efnahags- og viðskiptanefndar? Þetta fjallar um verðlagningu á vöru og þjónustu. Er ekki eðlilegt að frumvarp sem fjallar um þessa þætti, vöru og þjónustu, fari þangað, frumvarp um verðlagningu?

Ég hef lokið máli mínu að sinni.