144. löggjafarþing — 75. fundur,  2. mars 2015.

auknar rannsóknarheimildir lögreglu.

[15:35]
Horfa

forsætisráðherra (Sigmundur Davíð Gunnlaugsson) (F):

Virðulegur forseti. Ég tek undir þetta mat hv. þingmanns. Við höfum alist upp við það hér á Íslandi að búa í friðsælu samfélagi þar sem öryggi borgaranna er meira en víðast hvar annars staðar í heiminum, held ég að mér sé óhætt að segja. Auðvitað viljum við viðhalda því ástandi í íslensku samfélagi en til þess að tryggja það, til þess að við náum að viðhalda hér þeim friði og því öryggi sem við höfum búið við á Íslandi, þurfum við að bregðast við þróuninni í kringum okkur og skoða að minnsta kosti þessar ábendingar lögreglunnar og hvernig best verði brugðist við þeim.