144. löggjafarþing — 76. fundur,  3. mars 2015.

um fundarstjórn.

[14:12]
Horfa

Guðbjartur Hannesson (Sf):

Hæstv. forseti. Ég vil tala um sama mál og benda hæstv. fjármálaráðherra á að þetta snýst ekki um að heimilt sé að kalla inn varamenn í nefndir. Þetta snýst um það hvernig það er gert og að við stöndum allt í einu uppi eftir mikla vinnu þar sem ákveðnir þingmenn sem barist hafa heitt gegn málinu fá ekki tækifæri til að vera á nefndarálitinu vegna þess að málinu er kippt út án samþykkis þeirra. Við erum að tala um mál sem hlaut stuðnings tveggja aðalmanna af níu. Bara nefndarálitið frá þeim sem eftir eru — það eru fimm þingmenn á nefndarálitinu. Hvernig ætla menn að bóka það?

Ég hef verið með tvær alvarlegar athugasemdir sem varða þingmannamál almennt. Það liggur ekkert fyrir um kostnaðarmat í þessu máli. Fjármálaráðuneytið vinnur ekki kostnaðarmat á þingmannamálum og Alþingi hefur ekki burði til þess. Við erum að tala um frumvarp sem varðar milljarða kostnað, bæði fyrir Áfengis- og tóbaksverslunina og líka fyrir samfélagið í heild. Ætlum við að henda þessu máli hér í gegn með slíkri afgreiðslu? Það er (Forseti hringir.) gagnrýnisvert.