144. löggjafarþing — 76. fundur,  3. mars 2015.

jöfnun kostnaðar við dreifingu raforku.

107. mál
[14:31]
Horfa

sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra (Sigurður Ingi Jóhannsson) (F) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Ég kem hér upp og segi: Húrra, loksins, loksins, eftir mjög mörg ár sem menn hafa strögglað við að viðurkenna að auðlindin sem við búum til raforkuna úr sé sameign þjóðarinnar. Ísland er eitt land og (Gripið fram í.) dreifikostnaðurinn ætti að vera jafn alls staðar, hvort sem er í þéttbýli eða dreifbýli. Þó að menn hafi farið út af því spori einhvern tímann er ég glaður yfir að hér og nú sé verið að jafna dreifikostnað í landinu þar sem allir landsmenn sitja við sama borð. Við búum í einu landi og erum að nýta þessa sameiginlegu auðlind og því segi ég: Húrra, loksins, loksins.