144. löggjafarþing — 76. fundur,  3. mars 2015.

fjármálafyrirtæki.

571. mál
[15:20]
Horfa

fjármála- og efnahagsráðherra (Bjarni Benediktsson) (S) (andsvar):

Frú forseti. Já, það mun ekki kalla á lagabreytingar að innleiða reglugerðina þannig að hana er hægt að innleiða án þess að þessi lög verði tekin upp en hér er sem sagt farin sú leið að lögfesta strax heimild ráðherrans til að gera það og það getur gefið þinginu þá tilefni til að ræða reglugerðina eða innihald hennar en hvorugt er þar statt í innleiðingunni að við séum að brenna á einhverjum tímafresti eða eitthvað slíkt. Frumvarpið byggir á því að við vitum að þetta er það sem er að fara inn í EES-samninginn. Það hefur tekið lengri tíma út af stofnanastrúktúrnum og stjórnarskrárfyrirvörum að finna leið til að láta það gerast hvað snertir fjármála- og bankaeftirlitsmálin en þau mál eru sem sagt í farvegi.

Núna erum við að leggja upp með að efnisreglurnar verði leiddar í lög þrátt fyrir að þær séu ekki þegar orðnar hluti af EES-samningnum.