144. löggjafarþing — 76. fundur,  3. mars 2015.

fjármálafyrirtæki.

571. mál
[15:22]
Horfa

fjármála- og efnahagsráðherra (Bjarni Benediktsson) (S) (andsvar):

Frú forseti. Ég hygg að það sé þó nokkuð víða svigrúm í þessu regluverki til að innleiða með mismunandi hætti. Augljósasta dæmið um að við gerum strangari kröfur en nauðsynlegt er samkvæmt regluverkinu er til dæmis um lánveitingar til virkra eigenda, stjórnarmanna og annarra tengdra aðila. Þar eru þó nokkuð strangar kröfur í núgildandi reglum og þeim er aðeins verið að breyta hér eins og ég vék að í framsöguræðu minni.

Það mætti síðan almennt vísa í verndunaraukana, hvernig þeir eru innleiddir, en þar værum við til dæmis með reglur sem mun meira samræmi er í varðandi innleiðingu einstakra aðildarríkja, þ.e. það stefnir í að það verði miklu meiri einsleitni (Forseti hringir.) hvað slíka þætti varðar en um einstök útfærsluatriði eins og lánveitingar til stjórnarmanna.