144. löggjafarþing — 76. fundur,  3. mars 2015.

fjármálafyrirtæki.

571. mál
[17:18]
Horfa

Valgerður Bjarnadóttir (Sf) (andsvar):

Forseti. Hv. þingmaður talaði bæði um skilgreiningar sem þyrftu að vera í lagatextum, á hugtökum og öðru slíku, og síðan talaði hann um kaupauka eða breytileg starfskjör eða hvað við köllum það.

Í þessu frumvarpi er lagt til að leyfð verði breytileg starfskjör og þau eru sem betur fer miklu lægri en hámarkið sem kveðið er á um í tilskipuninni sjálfri. En það er hins vegar sagt að stjórnarmenn, framkvæmdastjórar og lykilstarfsmenn megi ekki fá meira en 25% kaupauka. En hvað er lykilstarfsmaður? Á meðan geta aðrir þá væntanlega farið upp í hámarkið sem sagt er í reglugerðinni. Þá spyr ég: Þjónustufulltrúi, er hann lykilstarfsmaður? (Forseti hringir.) Hvað er lykilstarfsmaður? Getur hv. þingmaður (Forseti hringir.) hjálpað mér í því?