144. löggjafarþing — 76. fundur,  3. mars 2015.

fjármálafyrirtæki.

571. mál
[17:25]
Horfa

Vilhjálmur Bjarnason (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég ætla ekki að svara fyrir Samtök fjármálafyrirtækja, það er alveg af og frá. Hins vegar kann að vera og má leiða líkur að því að í litlum fjármálafyrirtækjum sem ekki eru með innlán og eru fyrst og fremst í verðbréfamiðlun séu breytileg starfskjör kannski æskileg, þ.e. þar sem einungis er miðlun. En varðandi reglubundin fjármálafyrirtæki þar sem verið er að miðla verðbréfum, ekki fjármagni, fjármálafyrirtæki sem byggja upp efnahagsreikning með skuld og lána á móti, þá get ég bara ekki svarað því. Ég held að það sé álíka nauðsynlegt að hafa breytileg starfskjör af þessu tagi í bönkum og á barnaheimilum.

Ég hef lokið máli mínu að sinni, virðulegi forseti.