144. löggjafarþing — 76. fundur,  3. mars 2015.

fjármálafyrirtæki.

571. mál
[17:27]
Horfa

Vilhjálmur Bjarnason (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Það er nú verulegur munur þá á því hvort þeir takmarka áhættu eða að takast á við áhættu. Við komumst aldrei hjá því að það verður áhætta í rekstri, en hins vegar þarf að takast á við hana með viðeigandi hætti og draga úr áhættusækni. Það er spurning hvernig deila á út þessum … Er þingmaðurinn að hlusta eða er þingmaðurinn að tala við aðra? Ef þingmaðurinn spyr þá vil ég fá fulla athygli, annars hætti ég, geng bara úr púlti. Ég segi ósköp einfaldlega að mér finnst alveg fráleitt að endurskoðendur og áhættuvöktunaraðilar séu á einhverjum kaupaukum, ekki nema þá kannski að þeir fái sérstök laun fyrir að uppgötva misferli.

Ég hef lokið máli mínu.