144. löggjafarþing — 76. fundur,  3. mars 2015.

fjármálafyrirtæki.

571. mál
[18:27]
Horfa

Ögmundur Jónasson (Vg) (andsvar):

Hæstv. forseti. Í fyrsta lagi varðandi háskólamenntunina finnst mér fróðlegt að heyra að það sé ekki í tilskipun Evrópusambandsins vegna þess að það horfir þá til framfara. Við vorum með þetta inni í öllum lögum hér um hlutafélög í opinberri eigu að krefjast háskólamenntunar um nánast allar stjórnir núna í seinni tíð. Ég andæfði því alltaf þegar það kom upp og vildi láta bara vísa til menntunar og reynslu sem gagnaðist í starfinu en ekki útiloka fólk á grundvelli prófgráðu. Það gæti verið mjög vafasamt.

Varðandi það að verja hæfilegum tíma vefst svolítið fyrir mér. Þegar Bretar fóru inn í olíukrísuna hvöttu þeir menn til að einangra hús sín, sem þeir höfðu ekki gert mjög mikið áður, og settu auglýsingar í sjónvarp. Það var á ensku: „Energy Sense — Common Sense. Save it!“ Menn veltu því mikið fyrir sér hvað það var sem átti að spara, hvort það væri „energy sense“ eða „common sense“.

Ég bið hæstv. forseta afsökunar á enskuslettunum.