144. löggjafarþing — 76. fundur,  3. mars 2015.

fjármálafyrirtæki.

571. mál
[18:36]
Horfa

Ögmundur Jónasson (Vg) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég vil taka undir nánast allt sem hv. þingmaður sagði um að áhættusækni geti skapað arð en sem sé ekki endilega til að byggja á inn í framtíðina. Ég tek undir með hv. þingmanni varðandi þá grunnhugsun að eðlilegt er að fólk njóti fastra kjara og það sem breytilegt sé í kjörum þess sé eins lítið og mögulegt er. Það er það sem skiptir máli í okkar lífi, að búa við jafnvægi og búa við öryggi. Það er það sem við viljum flest. Ég skil ekki hvers vegna þarf að búa því fólki, þeim starfsmönnum, allt annað kjaraumhverfi en öðru fólki, kennurum, hjúkrunarfólki og öðrum sem starfa í samfélaginu. Ég skil ekki hvers vegna þarf að gera það og meira að segja tel ég og vil spyrja hv. þingmann gagnspurningar hvort bónusar í fjármálakerfi geti ekki beinlínis að hennar mati verið skaðlegir.