144. löggjafarþing — 76. fundur,  3. mars 2015.

fjármálafyrirtæki.

571. mál
[18:39]
Horfa

Ögmundur Jónasson (Vg) (andsvar):

Hæstv. forseti. Einn hv. þingmaður sagði hér við umræðuna í dag að fjármálafyrirtæki starfi ekki vegna eigin þarfa heldur viðskiptavina sinna. Þannig viljum við helst hafa það. En ég held að þessi bónushugsun öll afbaki og afmyndi þá grunnhugsun. Þessar stofnanir fara að starfa í eigin þágu og markmiðin sem þær sækjast eftir eru samtvinnuð hagsmunum eigenda og stjórnenda og það má ekki gerast. Þetta bónuskerfi stuðlar að slíku.