144. löggjafarþing — 77. fundur,  4. mars 2015.

fjármálafyrirtæki.

571. mál
[16:51]
Horfa

Lilja Rafney Magnúsdóttir (Vg) (andsvar):

Herra forseti. Ég tek undir með hv. þingmanni og tel þetta lykilspurningu og grundvallarspurningu sem hann heldur á lofti að hæstv. fjármálaráðherra þurfi að svara.

Varðandi þann mikla hagnað sem almenningur í landinu horfir á og er kannski ekki mjög ánægður með að skili sér ekki til neytenda með ýmsum hætti, í betri vaxtakjörum og lægri þjónustugjöldum, verða fjármálafyrirtækin að horfa til þess að þau eru í samfélagi og þurfa að deila kjörum með því. Það er ekki hægt að horfa upp á gífurlega há laun án þess að það sé gagnrýnt eins og að bankastjórar séu með allt frá tæpum 20 milljónum á ári upp í 55–56 milljónir á ári eins og einn bankastjóri er (Forseti hringir.) með í dag. Það er óásættanlegt.