144. löggjafarþing — 77. fundur,  4. mars 2015.

fjármálafyrirtæki.

571. mál
[17:59]
Horfa

Ögmundur Jónasson (Vg) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir ítarlegt og málefnalegt svar í þessu stutta andsvari sem er til ráðstöfunar. Hún vék að ýmsum þáttum, bönkunum almennt, og er mér sammála um að það sé æskilegt að ríkið eigi einn kjölfestubanka í samfélaginu. Ég er þeirrar skoðunar að þetta eigi að vera því sem næst 100%, helst að fullu í eign ríkisins. Hv. þingmaður andmælti því ekki en sagði að aðrir kostir gætu hugsanlega komið til greina.

Það er athyglisvert að þingmaðurinn, og það á við um fleiri þingmenn, hv. þm. Frosti Sigurjónsson ræddi þetta líka hér í gær, skynji að þetta er líka hluti af þessari umræðu. Það þýðir ekki að horfa mjög þröngt á málið, við verðum að skoða allt umhverfið. Einn þingmaður (Forseti hringir.) Sjálfstæðisflokksins, hv. þm. Vilhjálmur Bjarnason, talaði um það sem útúrsnúning og rugl og leikaraskap að ræða þessi mál. Ég þakka hv. þingmanni fyrir hans (Forseti hringir.) svör.