144. löggjafarþing — 77. fundur,  4. mars 2015.

fjármálafyrirtæki.

571. mál
[18:14]
Horfa

Frosti Sigurjónsson (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Það er önnur spurning sem mig langar að beina til hv. þingmanns, varðandi ofurhagnað bankanna sem eru greinilega í fákeppnisumhverfi á Íslandi. Bankinn sem er í eigu ríkisins, eigu þjóðarinnar, Landsbankinn, stendur sig vel í því að hagnast og í flestum tilfellum væri það gott ef það væri ekki banki. Við viljum náttúrlega ekki að bankar séu reknir með tapi en heldur ekki með miklu meiri hagnaði en kannski 1% af eignasafninu. Kannski væri það eðlilegt eins og viðmiðunartölur eru erlendis. Hérna er þetta komið vel yfir það. Í þessu fákeppnisástandi væri til dæmis mjög gagnlegt ef eigandastefna þessa banka væri þannig af hálfu ríkisins að honum bæri að vera leiðandi í því að keppast um að bjóða viðskiptavinum bestu kjörin og þá yrðu aðrir bankar að fylgja á eftir. Það væri mjög snjallt. Erfiðleikarnir við þetta eru þeir að allir lykilstarfsmenn bankans eru eigendur í bankanum og hafa þá hagsmuni af því að græða sem mest, að sjálfsögðu, og þetta fer ekki alveg saman við það sem við höfum verið að tala um hér. Hvernig getum við breytt (Forseti hringir.) þessu?