144. löggjafarþing — 77. fundur,  4. mars 2015.

fjármálafyrirtæki.

571. mál
[18:38]
Horfa

Birgitta Jónsdóttir (P) (andsvar):

Forseti. Það er nefnilega það sem mér finnst galnast við þetta. Eiginlega trúi ég varla að nokkrum manni detti í hug að setja þá sem eiga að vera regluverðir í bönkunum inn í bónuskerfi, regluverði, siðaverði, sem eiga einmitt að tryggja að minkurinn fari ekki inn í hænsnabúið.

Ég er alveg sammála því að maður þyrfti í raun að fara miklu ítarlegar í þetta mál. Það er langt síðan ég las þennan kafla og ákvað að rifja hann upp og þetta er sláandi. Ég vil ekki sjá svona aftur inn í bankana á Íslandi, ég verð bara að segja alveg eins og er.