144. löggjafarþing — 78. fundur,  5. mars 2015.

vextir og verðtrygging o.fl.

561. mál
[11:51]
Horfa

fjármála- og efnahagsráðherra (Bjarni Benediktsson) (S) (andsvar):

Herra forseti. Ég kem hingað eingöngu til að skýra að það er ekki að frumkvæði ráðuneytisins sem þessi samtöl hafa átt sér stað heldur hefur verið eftir því óskað af nefndinni að ráðuneytið kæmi til nefndarinnar með sjónarmið um hvort hægt sé að útfæra þessa tilteknu efnisgrein með öðrum hætti. Sú umræða kemur í beinu framhaldi af umræðu í þingsal. Frumvarpið getur vel staðið eins og það er fært inn í þingið en standi vilji þingsins til að breyta því er ráðuneytið tilbúið að aðstoða við það eða koma með sjónarmið um með hvaða hætti þær breytingar gætu orðið.