144. löggjafarþing — 79. fundur,  16. mars 2015.

tilkynning um skrifleg svör.

[15:06]
Horfa

Forseti (Einar K. Guðfinnsson):

Borist hafa tvö bréf frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu þar sem óskað er eftir fresti til að veita skrifleg svör við fyrirspurnum á þskj. 920, um þjóðhagslega hagkvæmni byggðaaðgerða, og þskj. 922, um byggðakvóta, báðar frá Sigurði Erni Ágústssyni.

Einnig hafa borist tvö bréf frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu þar sem óskað er eftir fresti til að veita skrifleg svör við fyrirspurn á þskj. 1026, um stöðu A-deildar Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins, og fyrirspurn á þskj. 1027, um stöðu opinberra lífeyrissjóða, báðar frá Pétri H. Blöndal.