144. löggjafarþing — 79. fundur,  16. mars 2015.

vísun skýrslna Ríkisendurskoðunar til nefndar.

[15:06]
Horfa

Forseti (Einar K. Guðfinnsson):

Með bréfum, dags. 3. og 5. mars sl., hefur forseti óskað eftir því, samanber ákvæði 8. töluliðar 1. mgr. 13. gr. þingskapa, við stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd að hún fjalli um eftirfarandi skýrslur frá Ríkisendurskoðun; skýrslu um mannauðsmál ríkisins, skýrslu um samninga ráðuneyta og stofnana þeirra, skýrslu um Fóðursjóð – tilgang og ávinning og skýrslu um frumgreinakennslu íslenskra skóla.