144. löggjafarþing — 79. fundur,  16. mars 2015.

ríkisstjórnarfundur um bréf utanríkisráðherra.

[15:41]
Horfa

umhverfis- og auðlindaráðherra (Sigrún Magnúsdóttir) (F):

Virðulegi forseti. Já, ríkisstjórnin stendur einhuga á bak við bréf utanríkisráðherra. Ég var á þeim fundi og ég styð það sem þar stendur. (ÖS: Hvað stendur þar?) [Hlátur í þingsal.] Lásuð þið ekki bréfið? (SSv: Í … þýðingum.) (KLM: Þrjár síður …) (Gripið fram í: Forseti.) (Forseti hringir.)

Ef ég skildi það rétt var næsta spurning hv. þingmanns um hvort ég hefði sama skilning og hæstv. fjármálaráðherra. Ég hef sama skilning.

Þriðja spurningin — hún les nokkuð hratt, ég náði nú ekki nákvæmlega hvaða spurningar … Hvort það leyndist eitthvað á bak við … Vill hún kannski endurtaka spurninguna eða gerum við það kannski á eftir?

En ég vil bara hafa það alveg skýrt að þetta bréf er staðfesting á því sem við höfum áður haldið hér fram, það hefur lengi verið til umræðu í þingsölum og kom ekkert nýtt þar fram. Að mínu áliti er þetta bara staðfesting á því sem hér hefur verið rætt og sem þessi ríkisstjórn stendur fyrir.