144. löggjafarþing — 79. fundur,  16. mars 2015.

ríkisstjórnarfundur um bréf utanríkisráðherra.

[15:42]
Horfa

Birgitta Jónsdóttir (P):

Hæstv. forseti. Ég spurði hvort það væri skoðun hæstv. ráðherra að framkvæmdarvaldið gæti hunsað þingræðið með því að taka ákvarðanir um meiri háttar mál án þess að bera það undir löggjafarsamkunduna. Í öðru lagi spurði ég hæstv. fyrrverandi þingflokksformann og núverandi ráðherra hvort það væri rétt, eins og fram kom í viðtali við Gunnar Braga Sveinsson, hæstv. utanríkisráðherra, að formaður Sjálfstæðisflokksins hafi gert leynilegt samkomulag við Framsóknarflokkinn um leið og ríkisstjórnin var mynduð um að engin þjóðaratkvæðagreiðsla yrði nokkru sinni haldin.