144. löggjafarþing — 79. fundur,  16. mars 2015.

ríkisstjórnarfundur um bréf utanríkisráðherra.

[15:43]
Horfa

umhverfis- og auðlindaráðherra (Sigrún Magnúsdóttir) (F):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir að endurtaka spurningarnar. Ég er alltaf á því að það sé ágætt að ræða mál, hvort sem það er hér eða annars staðar. Ég er alls ekki á því að framkvæmdarvaldið sé hér að ganga gegn vilja Alþingis.

Ég vil ítreka það sem forsætisráðherra sagði áðan og mér finnst vera mikilvægur punktur í þessu máli, það er að talað var við ráðamenn hjá Evrópusambandinu um (Gripið fram í.) að reyna að gera þessi slit í góðu og mér finnst vera á því góður svipur.

Ég var ekki ráðherra þegar þessi ríkisstjórn var sett á laggirnar. Og að fólk skuli koma hér upp í þingsal og fara með eitthvað sem það heyrir einhvers staðar í … (Gripið fram í.) (Gripið fram í.) (Forseti hringir.) Já, ég tek bara ekki þátt í að svara fyrir slíkt.

(Forseti (EKG): Forseti biður um hljóð í þingsal.)