144. löggjafarþing — 79. fundur,  16. mars 2015.

staða þingsins og viðhorf ríkisstjórnarinnar.

[16:18]
Horfa

Helgi Hjörvar (Sf):

Virðulegur forseti. Meiri hlutinn ræður já, Bjarni Benediktsson, og einmitt þess vegna hefði hann átt að standa við heiðskír loforð sín og leyfa Íslendingum að greiða atkvæði um málið, því að það er meiri hluti Íslendinga sem ræður en ekki meiri hluti ráðherranna.

Ég vil, virðulegur forseti, óska eftir því að þegar forseti Alþingis grípur til þess óvenjulega ráðs að gefa yfirlýsingu um stöðu Alþingis vegna framgöngu ríkisstjórnarinnar á undanförnum dögum, og við hljótum öll að ætlast til þess, að forsætisráðherra og aðrir ráðherrar í ríkisstjórninni sitji hér á ráðherrabekknum og hlýði á það hvað forseti Alþingis hefur um það segja og hvað talsmenn þingflokka hafa um það að segja. Nægur hefur hroki þeirra verið á undanförnum dögum þó að þeir hlaupi ekki líka í burtu frá umræðunni.