144. löggjafarþing — 80. fundur,  17. mars 2015.

afgreiðsla atvinnuveganefndar á rammaáætlun.

[13:38]
Horfa

Forseti (Einar K. Guðfinnsson):

Almennt vill forseti segja út af þessu að það er svo að þinginu og þingmönnum er ætlaður mjög ríkulegur réttur til að koma fram með breytingartillögur um þau þingmál sem liggja fyrir þinginu hverju sinni.

Forseti hefur hins vegar ekki haft aðstöðu til að skoða þetta mál sérstaklega og kýs þá að fá tíma til að íhuga það mál. En almennt vill forseti árétta það sem hann sagði hér áðan, að þinginu er ætlaður mjög ríkulegur réttur til að koma fram með breytingartillögur við einstök mál sem fyrir þinginu liggja.