144. löggjafarþing — 80. fundur,  17. mars 2015.

afgreiðsla atvinnuveganefndar á rammaáætlun.

[13:44]
Horfa

Birgitta Jónsdóttir (P):

Forseti. Það er ekki bara eitt, það er allt. Það er einhvern veginn þannig, forseti, að hér er verið að koma á hefðarhelgun um að þingsályktanir Alþingis séu ekki í gildi nema eftir hentistefnu ríkisstjórnarinnar. Ég hefði viljað að forseti Alþingis hefði kveðið skýrar á um stöðu Alþingis í gær. Mér finnst ómögulegt að það sé túlkunaratriði hvað forseti sagði, það hefur komið skýrt fram að til dæmis utanríkisráðherra túlkar orð forseta á allt annan hátt en margir þingmenn gera. Mér finnst brýnt að algerlega skýrt sé hver staða Alþingis er gagnvart framkvæmdarvaldinu og mér finnst við ekki geta sinnt störfum hér fyrr en það er komið á hreint.