144. löggjafarþing — 80. fundur,  17. mars 2015.

afgreiðsla atvinnuveganefndar á rammaáætlun.

[13:51]
Horfa

Guðmundur Steingrímsson (Bf):

Virðulegur forseti. Ég ætla að stinga einni hugmynd að hv. þm. Jóni Gunnarssyni. Hann getur tekið hæstv. utanríkisráðherra sér til fyrirmyndar, skrifað bréf, sent það til virkjunarfyrirtækja á Íslandi og heimilað þeim að virkja á Hagavatni. (Gripið fram í: Já.) Já, segir hv. þingmaður, þetta eru vinnubrögð sem hugnast honum vel og væntanlega manninum sem stendur honum við hlið núna, hæstv. utanríkisráðherra. (KaJúl: Það er heiðarlegast að …)Er það ekki bara heiðarlegast? Það er hægt að styðjast við svipaðar röksemdir og hæstv. utanríkisráðherra notaði í sínu máli. Þetta er að hans mati „common sense“, eins og hann sagði, „það sjá þetta allir“, „það þarf að gera þetta“ og svo „styðst ríkisstjórnin við meiri hluta þannig að það þarf ekkert að greiða atkvæði“. Erum við ekki bara komin á þennan stað með þessa samkomu alla? Ég skil þetta eftir sem hugmynd fyrir hv. þm. Jón Gunnarsson að spá í. Þarf hann eitthvað að ráðfæra sig við þingið með þetta? Vill hann ekki fara sjálfur með vinum sínum og (Forseti hringir.) virkja þarna?