144. löggjafarþing — 80. fundur,  17. mars 2015.

um fundarstjórn.

[14:30]
Horfa

Katrín Júlíusdóttir (Sf):

Virðulegi forseti. Ég er aðeins hugsi eftir þennan lið Störf þingsins, hversu langt við þingmenn getum gengið í því að beina orðum okkar að ákveðnum einstaklingum og fyrirtækjum án þess að viðkomandi geti svarað fyrir sig. Hv. þm. Ásmundur Friðriksson fór mjög hörðum orðum, vægast sagt, um eitt fyrirtæki, opinbert hlutafélag, í ræðu sinni áðan. Mér finnst dálítið óþægilegt að sitja hér í salnum og hlýða á slík orð falla úr þessum stóli þegar menn geta ekki borið hönd fyrir höfuð sér. Mér finnst mikilvægt að taka það fram að við þurfum að vera á varðbergi gagnvart því hvernig við beitum okkur sem alþingismenn gagnvart einstaka fyrirtækjum og aðilum utan þessa salar.