144. löggjafarþing — 80. fundur,  17. mars 2015.

Evrópumál, munnleg skýrsla utanríkisráðherra.

[14:54]
Horfa

utanríkisráðherra (Gunnar Bragi Sveinsson) (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég held að eftir þau ævintýri sem við erum að ganga í gegnum núna hljóti að verða umræða í þinginu og annars staðar um stöðu þingsályktana, um það hvernig eigi að túlka þær og hvort bæta þurfi og skýra hlutina á einhvern hátt. Það hlýtur líka að koma fram hvort breyta þurfi einhverju varðandi til dæmis aðkomu utanríkismálanefndar o.s.frv. Þetta er ekkert stefna ríkisstjórnar, ríkisstjórnin hefur ekki sagt að þetta sé með þessum hætti. Það kemur fram hjá fleiri en einum, alla vega hefur einn fræðimaður tjáð sig opinberlega í fjölmiðlum um þetta. Það kemur fram í álitinu sem fór á sínum tíma fyrir utanríkismálanefnd. Þetta kemur í rauninni líka fram í því sem forseti þingsins segir, það er ekki hægt að binda nýjan meiri hluta af því sem fyrri meiri hluti hefur samþykkt og gert (Gripið fram í.)nema — (Gripið fram í.)nei, það kemur fram í greinargerðinni — það eigi sér stoð í lögum á einhvern hátt eða í stjórnarskrá.