144. löggjafarþing — 80. fundur,  17. mars 2015.

Evrópumál, munnleg skýrsla utanríkisráðherra.

[15:18]
Horfa

Róbert Marshall (Bf) (um fundarstjórn):

Virðulegur forseti. Hér opinberast algjört virðingarleysi ríkisstjórnarinnar gagnvart þinginu. Það er nefnilega dálítið merkilegt að sjá að þegar stjórnarandstaðan ákvað að mæta ekki til þingveislu á föstudag, í ljósi þeirra atburða sem orðið höfðu og í ljósi þess að menn fengu ekki tóm og tækifæri til að ræða þessi mál í þinginu, var það ekki bara stjórnarandstaðan sem sniðgekk þingveisluna. Hvar var ríkisstjórnin? Var hún öll einhvers staðar annars staðar? Hún mætir á árshátíð Stjórnarráðsins og getur skemmt sér innbyrðis, en hún er ekki með sínu fólki, með stjórnarflokkunum í þingveislu. Það mætti einn ráðherra. Þetta segir allt sem segja þarf.