144. löggjafarþing — 80. fundur,  17. mars 2015.

Evrópumál, munnleg skýrsla utanríkisráðherra.

[15:20]
Horfa

Jón Þór Ólafsson (P) (um fundarstjórn):

Herra forseti. Það er nauðsynlegt að árétta að þetta álit sem kemur fram hjá hæstv. utanríkisráðherra, álit hans og túlkun á því hvert sé gildi þingsályktunartillagna, stangast algjörlega á við túlkun lögfræðisamantektar skrifstofu Alþingis sem forseti þingsins kallaði eftir.

Í þeirri samantekt kemur mjög skýrt fram, með leyfi forseta:

„Það er þingsins sjálfs að endurskoða og eftir atvikum að breyta fyrri ályktunum sínum en ekki framkvæmdarvaldsins.“

Það kemur líka fram að þingsályktanir séu ekki lagalega bindandi en séu þó bindandi fyrir ríkisstjórnina á grundvelli þingræðisvenjunnar. Það er hefð í þessu landi og það er í réttarfari venjuhelgun sem hægt er að líta á sem reglu sem þurfi að fylgja. Þó að það væri ekki þannig og menn vildu túlka að það væri þá ekki lagaleg skylda er ríkisstjórnin samt sem áður bundin þangað til að hún fær í gegnum þingið breytta þingsályktun, breytta afstöðu. (Forseti hringir.) Þetta kemur fram í lagalegri samantekt frá skrifstofu Alþingis.

Forseti Alþingis verður (Forseti hringir.) að fara að skýra þetta því að þetta stangast á við túlkun utanríkisráðherra á því (Forseti hringir.) hvernig hann eigi að framfylgja þessari stefnumótun Alþingis. Það verður að skýra þetta.