144. löggjafarþing — 80. fundur,  17. mars 2015.

Evrópumál, munnleg skýrsla utanríkisráðherra.

[16:05]
Horfa

Árni Páll Árnason (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég ætla að rifja upp eitt. Flokkur sá sem hv. þingmaður er núna í þessi missirin ákvað í upphafi árs 2009 að sækja um aðild að Evrópusambandinu. Hann lagði ekki til að leitað yrði umboðs þjóðarinnar áður en sótt yrði um. Ef hv. þingmaður (Gripið fram í.) ætlar hér að fara svona mikinn þá ætti hann að byrja á að hitta fyrir (Gripið fram í.) hina nýfundnu félaga sína í Framsóknarflokknum. (Gripið fram í.) Hv. þingmaður fór nú fram yfir ræðutíma sinn áðan og ætti að leyfa mér að fá að svara, (Gripið fram í.) virðulegi forseti.

Það sem stendur eftir í þessu máli er … (Gripið fram í.)

(Forseti (ÞorS): Hv. þm. Árni Páll Árnason hefur orðið.)

… að hv. þingmaður kemur hér og reynir enn og aftur að endurskrifa söguna. Sóðaskapurinn sem hann stóð sjálfur fyrir var settur í greinargerðina með þingsályktunartillögu hæstv. utanríkisráðherra í fyrra um hin meintu svik, og allar hálfkveðnu vísurnar um hvað þingmönnum gekk til sem samþykktu þingsályktunina sumarið 2009 (Forseti hringir.) sem varð hæstv. utanríkisráðherra til ævarandi háðungar ollu því (Forseti hringir.) að hann þurfti að kalla til baka þingsályktunina og láta (Forseti hringir.) endurprenta hana (ÁsmD: Þorðir ekki að spyrja þjóðina.) vegna þess að hún var svo óviðeigandi (Forseti hringir.) og braut allar þinglegar hefðir. Þessi (Forseti hringir.) endalausi subbuskapur og þessar (Forseti hringir.) endalausu hálfkveðnu vísur er (Forseti hringir.) hv. þingmanni mjög til vansa. (ÁsmD: Fundarstjórn.) [Hlátur í þingsal.]

(Forseti (ÞorS): Forseti beinir því enn til þingmanna að þeir virði ræðutíma.)