144. löggjafarþing — 80. fundur,  17. mars 2015.

Evrópumál, munnleg skýrsla utanríkisráðherra.

[16:10]
Horfa

Birgir Ármannsson (S) (um fundarstjórn):

Hæstv. forseti. Ég ætla ekki að gera miklar athugasemdir við fundarstjórn en ég verð þó að geta þess, af því að hv. þm. Katrín Júlíusdóttir hefur tvisvar vikið að atkvæðagreiðslunni í þinginu 16. júlí 2009, að það er rétt hjá henni að það voru atkvæði úr nokkrum flokkum sem féllu með tillögunni. Eitt atkvæði frá Sjálfstæðisflokki, öll hin á móti nema einn sat hjá. (KLM: Varaformaður Sjálfstæðisflokksins.) Þáverandi. (KaJúl: Núverandi þingflokksformaður.) Staðan var þannig með Framsóknarflokkinn að þrír greiddu atkvæði með (KLM: Varaformaður Framsóknarflokksins.) en megnið (VigH: Þáverandi.) (Gripið fram í.) á móti þannig að við vitum auðvitað að þrátt fyrir að þarna tækjust á stjórn og stjórnarandstaða voru línur ekki fullkomlega skýrar í því. Það er hins vegar rangt hjá hv. þm. Katrínu Júlíusdóttur að (Forseti hringir.) lýsing hv. þm. Ásmundar Einars Daðasonar á atburðinum í þessu sambandi sé með einhverjum hætti bjöguð eða röng. Við sem vorum hérna og sáum hvað gerðist, heyrðum hvað gerðist, (Forseti hringir.) vitum að þetta var alveg ótrúleg „affera“ af hálfu (Forseti hringir.) þáverandi ríkisstjórnarmeirihluta, alveg ótrúleg, og full ástæða til að rifja það upp og rannsaka.

(Forseti (ÞorS): Enn minnir forseti á ræðutíma.)